Sassy haldari - Aníta

kr10,990

Fjöldi
- +

Um vöruna

 

Æðislegur og þægilegur haldari. 


Sérstaklega hentugur fyrir þær sem hafa farið í brjóstnám.

Þessi nær hátt upp að hálsi og er breiður undir handakrika, það er vasi innan undir yfir brjóst sem er með púða inn í, en líka hægt að skipta yfir í sinn eigin brjóstapúða.

Hægt er að kaupa fyllingu fyrir 1000 kr.
Brjóstahaldarinn er gerður úr sérstöku BodyFresh efni sem er efni sem er bakteríu drepandi og heldur þér þurri og er efnið einstaklega létt og þægilegt.
Hlýrarnar eru breiðar teygjanlegar og hægt að stilla eftir þörfum fyrir góðan stuðning og svo að haldarinn passi fullkomlega.

Hlýrarnar eru hugsaðar til að veita stuðning án þess að skerast inn í axlirnar.

Það er aðhaldsstrengur undir brjóstum sem veitir extra góðann stuðning án þess að þrengja mikið að og valda óþægindum. 
Þessi brjóstnáms haldari var hannaður af brjóstnáms sérfræðingum og voru brjóstnáms sjúklingar líka spurðar hvað þær leituðust helst eftir í haldara og þetta varð útkoman!

Kemur í stærðum 32 - 38 (ummál) 
32/70/S - 34/75/M - 36/80/L - 38/85/L.

Þrátt fyrir að haldarinn sé sérstaklega hannaður fyrir þær sem hafa farið í brjóstnám þá geta auðvitað hverjar sem er verið í honum, enda er hann svo ótrúlega þægilegur!

Efnið er: 84.3% polyamide, 15.7% elastane. Interior lining: 81.8% polyamide, 18.2% elastane.

Athugið þvottaleiðbeiningar

Fáðu fyllingu í haldarann HÉR