Spurt og svarað

Hér langaði mig að koma með svör af nokkrum algengum spurningum.

  • Hverjir eru opnunar tímarnir?
    -Þar sem ég starfa ein í búðinni (eins og er) þá er ég með breytilega opnunartíma. Þá má finna HÉR
  • Hvernig eru stærðirnar?
    -Stærðirnar eru oftast okkuð "eðlilegar". Ég mæli alltaf með að taka sömu stærð og aðilinn er vanur/vön að taka, eða stærð fyrir ofan. Stærðartöflur eru undir öllum flikum sem er auðvitað notað einungis til viðmiðunnar, svo getur þetta verið persónubundið hvernig aðili vill hafa flíkina á sér. 
  • Býður Sassy upp á brjóstahaldara mælingu?
    -Já, ég býð upp á mælingu
  • Ég keypti vöru sem þarf að skipta en það er lengra en 2 vikur síðan, er í lagi að skipta?
    -Já, lang oftast. Ef vara er enn í upprunalegu ástandi og með miðanum enn á er það hægt, en ekki nærbuxur.
  • Ég fékk vöru í gjöf, hún passar ekki. Má ég skipta ?
    -Já, lang oftast. Ef vara er enn í upprunalegu ástandi og með miðanum enn á er það hægt, en ekki nærbuxur.
  • Ég keypti vöru sem mig langar að skila, hvernig skila ég?
    -Endilega fylla út skilablaðið sem fylgdi með sendingunni og koma því til mín, hvort sem það er í póstsendingu eða koma í verslun.
  • Ég pantaði vöru og langar að láta annan sækja fyrir mig, má það?
    -Já, bara hafa upplýsingarnar hjá þér, þá er það ekkert mál.
  • Ég er efins með stærð, ég er mitt á milli í cm. 
    -Ef í vafa, fara í stærðina fyrir ofan.

 

Ert þú með spurnigu? Endilega hentu henni hingað inn og ég svara henni eins fljótt og hægt er :)