Aðhaldsfatnaður

í Sassy er hægt að finna allskonar aðhaldsfatnað í allskonar formi og sniði.

Aðhaldssamfella - aðhaldssokkabuxur - aðhaldsbolur - aðhaldsbuxur - aðhaldsnærbuxur - aðhaldssamfestingur - aðhaldssundföt, já við erum líka með sundboli með aðhaldi.

 

Aðhaldsfatnaður er ekki eitthvað sem fólk þarf, heldur snýst þetta meira um að langa og vilja.
Það að vilja móta línurnar og líka kannski aðeins betur og vera þægilegri í sínum uppáhaldsflíkum skiptir gríðarlega miklu máli og veitir það gott sjálfstraust.

En auðvitað þarf hver að velja fyrir sig. Þetta er bara eins og með hverja aðra flík. Þetta er rosalega persónubundið hvernig og hversu mikið aðhalds aðili vill. Sumir vilja mjög mikið aðhalds og þá er það til og aðrir vilja bara létta mótun sem er bara líka gott og blessað.

Þrátt fyrir að Sigga vinkona þín sem kom um daginn elski X aðhaldssamfellu þýðir ekki að þér líki hún, alveg eins og sama snið af skóm hentar ekki hverjum sem er eða brjóstahaldari. 

Ég mæli alltaf með að reyna að gera sér ferð að máta en auðvitað er það ekki alltaf hægt og þá er ekkert mál að skipta og eða skila fatnaði.
Og ef þér vantar ráðleggingar þá er hægt að heyra í mér og við finnum eitthvað saman.

 


You may also like

Skoða allt
Example blog post
Example blog post
Example blog post