Brjóstahaldaramælingar

Brjóstahaldaramælingar í Sassy

Við í Sassy bjóðum upp á fría brjóstahaldaramælingu.
Það þarf ekki að bóka tíma fyrirfram.

Mæling fer þannig fram að þú hengir af þér yfirhafnir í mátunarklefa. 
Gott er að mæta í þægilegum fötum og vertu í þínum brjóstahaldara sem þú notar oftast.
Við komum svo með málband og setjum málband utan um þig fyrir neðan brjóstin og svo mælum við yfir brjóstin.

Eftir það förum við og náum í brjóstahaldara í þeirri stærð sem þú mælist í, oft þarf að máta kannski 2/3 til að finna hina fullkomnu stærð.

Þegar stærðin er fundin, þá finnum við saman sniðið og útlið sem þér líður og lýst best á.

Brjóstahaldaramælingar heima

  • Finndu þér málband. - Gott er að fá aðstoð, en ekki nauðsynlegt.
  • Vertu í haldara með spöng, með engri fyllingu eða mótun yfir brjóstum í mælingu
    (Ekki vera í íþróttahaldara eða haldara sem mótar brjóstin, það skekkir mælingar)
  • Mældu þig undir brjóstum
  • Mældu þið þvert yfir brjóst
  • Ekki mæla yfir annan fatnað en brjóstahaldara til að fá eins nákvæma mælingu og hægt er.

    • Mæling undir brjóst:
    • Settu málbandið utan um þig, andaðu inn, og andaðu út. Þú villt ekki að málbandið sé of þröngt á þér og ekki of laust.
    • Passaðu að málbandið sé beint. (Gott að vera fyrir framan spegil)
  • Þá færðu ummáls stærðina þína. Alls ekki bæta neinu við mælinguna.

 Svo mæli ég með að setja inn mælinguna þína inn í þessa reikniformúlu hér:
Reikniformúla 
Bust size er mælingin þvert yfir brjóstin. Band sizer er mælingin undir brjóstum.

Núna ertu komin með báðar mælingarnar.

 

Val á brjóstahaldara: 

Þegar þú mátar svo haldarann sem þig langar í, þá eru hér góðir punktar:

  • Haldarinn á að vera beinn í baki, en ekki að leita upp. Ef hann er að leita upp á við og á bakinu myndast bogin þvert yfir bakið þá þarftu að skoða það að fara í haldara sem með minna ummál.
  • Athugaðu hvort þú náir að tosa haldarann í bakinu um 3-4 cm. 
  • Þegar þú ert að stilla hlýrarnar þá áttu að ná að setja um 2 fingur undir hlýrarnar, alls ekki hafa þær of þröngar.
  • Þegar horft er framan á skálarnar, eiga skálarnar að sitja beinar við líkamann og ekki myndast neitt bil á milli miðju haldarans og líkama.
  • Haldarinn á ekki að vera skerast inn í axlirnar, það þýðir að stærðin utan um er of stór og axlirnar eru að vinna mestu vinnuna við að halda þeim uppi.
  • Ef þín stærð er ekki að henta er gott að prufa systrastærðina, sem þýðir þá að ef þú ert í 36c þá færir þú í 34D, það er að segja ummál fyrir neðan og skál fyrir ofan eða öfugt.

Ef þú ert að mæla fyrir haldara sem er í Small - XLarge stærðum mæli ég með eftirfarandi:


US stærðir:

32: S
34: M
36: L
38: XL
40: XXL

Gott er að hafa í huga að þrátt fyrir að mæling segir að þú sért í ákveðinni stærð að þá getur þetta oft leikið upp og niður um stærð, en það veltur bara á hverri og einni. Þér er alltaf velkomið að senda á mig línu ef þú ert í vafa, ég svara eftir bestu getu.

Gangi þér vel <3

Við bjóðum þig líka velkomna til okkar á Dalveg 30 í Kópavogi.