Brjóstahaldaramælingar
Brjóstahaldaramælingar
- Finndu þér málband. - Gott er að fá aðstoð, en ekki nauðsynlegt.
- Vertu í haldara með spöng, með engri fyllingu eða mótun yfir brjóstum í mælingu
(Ekki vera í íþróttahaldara eða haldara sem mótar brjóstin, það skekkir mælingar) - Mældu þig undir brjóstum
- Mældu þið þvert yfir brjóst
- Ekki mæla yfir annan fatnað en brjóstahaldara til að fá eins nákvæma mælingu og hægt er.
- Mæling undir brjóst:
- Settu málbandið utan um þig, andaðu inn, og andaðu út. Þú villt ekki að málbandið sé of þröngt á þér og ekki of laust.
- Passaðu að málbandið sé beint. (Gott að vera fyrir framan spegil)
- Þá færðu ummáls stærðina þína. Alls ekki bæta neinu við mælinguna.
Svo mæli ég með að setja inn mælinguna þína inn í þessa reikniformúlu hér:
Reikniformúla
Bust size er mælingin þvert yfir brjóstin. Band sizer er mælingin undir brjóstum.
Núna ertu komin með báðar mælingarnar.
Val á brjóstahaldara:
Þegar þú mátar svo haldarann sem þig langar í, þá eru hér góðir punktar:
- Haldarinn á að vera beinn í baki, en ekki að leita upp. Ef hann er að leita upp á við og á bakinu myndast bogin þvert yfir bakið þá þarftu að skoða það að fara í haldara sem með minna ummál.
- Athugaðu hvort þú náir að tosa haldarann í bakinu um 3-4 cm.
- Þegar þú ert að stilla hlýrarnar þá áttu að ná að setja um 2 fingur undir hlýrarnar, alls ekki hafa þær of þröngar.
- Þegar horft er framan á skálarnar, eiga skálarnar að sitja beinar við líkamann og ekki myndast neitt bil á milli miðju haldarans og líkama.
- Haldarinn á ekki að vera skerast inn í axlirnar, það þýðir að stærðin utan um er of stór og axlirnar eru að vinna mestu vinnuna við að halda þeim uppi.
- Ef þín stærð er ekki að henta er gott að prufa systrastærðina, sem þýðir þá að ef þú ert í 36c þá færir þú í 34D, það er að segja ummál fyrir neðan og skál fyrir ofan eða öfugt.
Ef þú ert að mæla fyrir haldara sem er í Small - XLarge stærðum mæli ég með eftirfarandi:
US stærðir:
32: S
34: M
36: L
38: XL
40: XXL
Gott er að hafa í huga að þrátt fyrir að mæling segir að þú sért í ákveðinni stærð að þá getur þetta oft leikið upp og niður um stærð, en það veltur bara á hverri og einni. Þér er alltaf velkomið að senda á mig línu ef þú ert í vafa, ég svara eftir bestu getu.
Gangi þér vel <3
Við bjóðum líka upp á fría brjóstahaldara mælingu í verslun okkar í Flatahrauni 5a.