AnaOno

AnaOno

      AnaOno er hannað af konu sem heitir Dana Donofree sem þótti erfitt að finna sér falleg undirföt eftir að hafa sigrarst á brjóstakrabbameini árið 2013.

      Hún ákvað því að taka málin í sínar eigin hendur og hanna undirföt sjálf.

      Fyrirtækið er búið að vera til síðan 2015 og hefur komið margoft fram í New York fashion week og eru módelin eins fjölbreytt og þau eru mörg.

      Hvort sem þú ert með 1, 2 eða engin brjóst þá er AnaOno eitthvað sem þú ættir að skoða.

      Falleg, fáguð, mjúk og þægileg undirföt fyrir allar konur.