0%

Brjóstahaldara mæling í Sassy
Í ljósi mikilla anna í verslun og til þess að tryggja öllum viðskiptavinum okkar þá bestu þjónustu og upplifun, höfum við ákveðið að innleiða bókunarkerfi fyrir brjóstahaldara mælingar.
Þetta gerir okkur kleift að geta veitt öllum persónulega og áreiðanlega þjónustu.
Bókunargjald fyrir brjóstahaldara mælingu er 5000 kr.
Þessi upphæð er ekki bara gjald fyrir bókunina, heldur er hún einnig inneign sem verður dregin frá við kaup eftir mælingu.
*Vinsamlegast athugaðu að ef þú mætir ekki í bókaðan tíma verður þessi upphæð ekki endurgreidd.
Hægt er að hætta við og breyta bókun 12 klst fyrir bókaðan tíma.