Um Sassy
Ég heiti Aníta Rún og er eigandi Sassy.
Ég hef eignast 3 börn á 3 árum og hef í kjölfarið fengið þennan tíbíska "mömmumaga"
Ég hef leitað lengi að hinum fullkomnu leggings, sem búa ekki til óþarfa línur um miðjan maga, leka ekki niður við minnstu átök og fyrst og fremst eru þægilegar.
Á tímabili hélt ég að ég þyrfti einfaldlega að hanna þannig sjálf. Þrátt fyrir að hafa nefnt þetta við nokkur fyrirtæki sem eru að hanna buxur þá sá ég ekki fram á að svona leggings væru til.
Ég fer á Google vin okkar og gúggla af mér allt vit þar til ég finn þær!
Loksins!
Í kjölfarið, án þess að hafa prufað vörur frá þessu fyrirtæki sendi ég e-mail út og spyr hvort ég gæti fengið umboðið fyrir merkinu þeirra hér á íslandi. Bjóst aldrei við svari en nokkrum dögum síðar fæ ég svar og það var jákvætt!
6 vikum síðar fæ ég fyrstu sendinguna í hendurnar!
Þessar leggings voru enn betri en ég þorði að vona og var og er ég ekkert smá ánægð með þær og viðtökurnar!
Langaði að koma inn smá sögu hvernig þetta allt saman byrjaði.
*Mynd af því þegar Sassy var ný byrjað:
Takk fyrir að versla við Sassy. Kann svo mikið að meta það. Takk! <3
Kt: 600420-0970
Banki: 331 HB: 26 Rkn: 600420
Sassy slf.
Sími: 776-8878
Netfang: sassy@sassy.is
Verslunin er á Dalvegi 30