Skilmálar Sassy

 

Skilmálar Sassy slf.
Um Sassy slf.
Sassy slf er undirfataverslun og netverslun sem leggur mikla áherslu á að veita persónulega og góða þjónustu.
Sassy selur vörur frá merkjunum: AnaOno, Bloomin Sassy, ChitoCare, Commando, Leonisa, Nessa, NOOD, Plie, S by Anita, Strawberry Secrets og Understance.

Verðin.
Öll verð sem gefin eru upp inn á heimasíðunni eru með virðisaukaskatti / VSK.

Afgreiðsla pantana.
Hægt er að greiða pöntun inn á greiðslusíðu Teya, millifærslu og Netgíró.
Ef pöntun er greidd með millifærslu, skal leggja inn á reikning Sassy innan 12 klst.
Kt: 600420-0970
Banki: 331 HB: 26 Rkn: 600420
Senda skal staðfestingu á sassy@sassy.is.


Eftir að vara hefur verið greidd, ábyrgjumst við að hún verði póstlögð næsta virka dag.
Sé varan ekki til á lager mun vera haft samband og láta vita um áætlaðan afhendingar tíma. 

Ef kaupandi hefur valið að fá sendingu með Póstinum eða Dropp/Flytjanda þá ber Sassy ekki ábyrgð á afhendingartíma sendingarinnar.
Dropp og Pósturinn sækir allar pantanir til okkar alla virka daga og Dropp á laugardögum líka.

Sendingarverð reiknast sjálfkrafa samkvæmt verðskrá fyrirtækisins. Íslandspóst og Dropp.
Ef greiðandi hafi valið að sækja pöntun í verslun er hún oftast tilbúin næsta virka dag og hægt er að sækja á auglýstum opnunartímum.

Vöruskil í verslun:

Skilafrestur hjá Sassy er 30 dagar (fyrir skipti eða inneignar kóði) og 14 dagar fyrir endurgreiðslu. 

  • Varan þarf að vera í upprunalegum umbúðum, óopnuð, ónotuð, með áföstum merkimiðum og óskemmd.

  • Ekki er hægt að skila:

    • Nærbuxum. (tilmæli heilbrigðiseftirlitsins má ekki skila né skipta nærbuxum og sokkum þar sem innsiglið er rofið.)

    • Sokkum / sokkabuxum.

    • Aðgerðafatnaði.

    • Lagersöluvörum.

  • Andvirði skilavöru er endurgreitt sem inneignarnóta eftir 14 daga.

  • Viðskiptavinur greiðir sendingarkostnað við vöruskil / skipti

Vöruskil í vefverslun:
30 daga skilaréttur er á öllum vörum í vefverslun. Vara þarf að vera óskemmd og með áföstum merkimiðum.  Skil á nærbuxum og sokkum er undanskilið  en samkvæmt tilmælum heilbrigðiseftirlitsins má ekki skila eða skipta nærbuxum og sokkum.

Ef þú telur vöru vera gallaða hefur þú 14 daga til að skila inn vörunni.

  • Ef vara er gölluð þá er henni skipt út fyrir alveg eins vöru.

  • Skilgreining á gallaðri vöru er ekki mikið notuð, illa farin, ónýt eða rifin vara.

  • Klór skemmir sundfatnað með tímanum. Áætlaður endingartími er 100-300 klst, Fer eftir umhirðu.

  • Mikil notkun í heitum pottum skemmir sundfatnað


Öryggis og persónuvernd.
Sassy slf leggur ofuráherslu á að tryggja, með margvíslegum hætti, trúnað, áreiðanleika og örugga og ábyrga meðferð upplýsinga.
Upplýsingar um korthafa eru ekki gefnar upp til þriðja aðila.

Lög og varnarþing Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómis Reykjavíkur.

Skráning á SMS listann okkar.

Með því að skrá þig á SMS listann okkar samþykkir þú að fá skilaboð í markaðslegum tilgangi. Textaskilaboðin frá okkur innihalda aðallega sértilboð og afslætti, en geta einnig innihaldið tilkynningar.

Þú getur afskráð þig af SMS listanum hvenær sem er með því að fylgja leiðbeiningum sem þú fékkst með skilaboðunum þegar þú skráðir þig fyrst. Ef þú lendir í erfiðleikum, ekki hika við að hafa samband við okkur og við aðstoðum þig við afskráninguna.

Við tryggjum að persónuupplýsingar þínar séu unnar í samræmi við gildandi persónuverndarlög, þar á meðal almennu persónuverndarreglugerðina (GDPR). Skráning á SMS listann felur í sér samþykki fyrir að unnið sé með símanúmer þitt í þeim tilgangi að senda þér skilaboð.

Ef þú hefur spurningar varðandi vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við SMS þjónustuna, vinsamlegast hafðu samband við okkur.

 

Sassy slf.
Kennitala: 6004200970
Netfang: sassy@sassy.is
Heimilisfang: Dalvegur 30, 201 Kópavogur
Símanúmer: 776-8878
Vsk númer: 137528