Brjóst & brjóstahaldarar fyrirlestur
Ég sé um að koma á allskonar viðburði og halda fyrirlestur um brjóst & brjóstahaldara. Spjalla um almenna "brjósta heilsu" ef svo má segja.
Félagsmiðstöðvar - Fyrirtæki - Skólar - Vinkonuhitting - Konukvöld
Léttur fyrirlestur og kennsla um allt sem tengist brjóstum & því að ganga í brjóstahaldara.
Ert þú í vandræðum með þinn brjóstahaldara ?
Eru böndin að renna niður axlir ?
Ertu með mikla vöðvabólgu?
Er bandið yfir bakið að bogna upp við miðju?
Ertu að fá "4 brjóst"?
Leysum þennan vanda saman!
Spurningum svarað eins og:
Hvernig veit ég mína stærð ?
Hvaða haldari hentar mér ?
Til hvers á ég að ganga í brjóstahaldara ?
Er ég alltaf í sömu stærðinni ?
Og mun fleiri.
Fyrirlesturinn sjálfur er um 30 mín. - Hægt að bæta við tíma til að bjóða upp á mælingu, einkakennslu og spjall one-on-one.
Hægt er að bóka fyrirlestur með því að senda mail á Sassy@Sassy.is