Dagatal til styrktar Bleiku slaufunni🎀
Í ár mun undirfataverslunin Sassy styðja við Bleiku slaufuna og baráttuna gegn krabbameinum hjá konum með því að framleiða dagatal fyrir árið 2025!
Við ætlum að fagna saman þann 26. september kl 18:00 í verslun Sassy, Dalvegi 30
Dagatalið er með ljósmyndum af fallegum hetjum sem eiga það sameiginlegt að hafa greinst með krabbamein eða farið í áhættuminnkandi aðgerðir vegna stóraukinnar áhættu á að greinast með krabbamein.
Markmiðið með þessu framtaki er einnig að sýna að það skiptir ekki máli hvort við séum með eitt brjóst eða tvö, flatbrjósta eða uppbyggð brjóst; við getum öll verið sexy!
Þessar flottu konur eru allar í undirfötum frá AnaOno sem hægt er að kaupa hjá Sassy.
Dagatalið er samstarfsverkefni Sassy, AnaOno og Bleiku slaufunnar. AnaOno undirfatamerkið er bandarískt og eigandinn Dana Donofree stofnaði merkið því henni fannst vanta falleg, þægileg og kynæsandi undirföt fyrir konur sem hafa farið í brjóstnámsaðgerðir.
Sjálf greindist hún með brjóstakrabbamein árið 2013. AnaOno hafa margoft komið fram á tískuvikunni í New York og lagt áherslu á að styrkja rannsóknir á brjóstakrabbameini á lokastigi.
Dana er á leiðinni til landsins og mun að sjálfsögðu vera viðstödd á þessum viðburði og jafnvel segja nokkur orð.
Dana er á leiðinni til landsins og mun að sjálfsögðu vera viðstödd á þessum viðburði og jafnvel segja nokkur orð.
Ljósmyndari verkefnisins er Þórdís Erla Ágústsdóttir.
Dagatalið fer í sölu 26. september kl 18:00
Allur ágóði af sölu dagatalsins rennur beint til Bleiku slaufunnar
Hægt verður að kaupa dagatalið hjá Sassy, Dalvegi 30, 201 Kópavogi og á heimasíðunum krabb.is og sassy.is
-
Þórdís Erla Ágústsdóttir, ljósmyndari
Sími: 867 2421
agustsdottirthordise@gmail.com
IG @thordiserla_photography
Sími: 867 2421
agustsdottirthordise@gmail.com
IG @thordiserla_photography