Brjóstahaldara mæling Sassy

Við hvetjum þig til að prófa stærðartillöguna okkar, jafnvel þó hún sé öðruvísi en sú sem þú ert vön. Reiknivél okkar er 80% nákvæm.
Ef þú ert að glíma við það að hlýrarnir eru að renna niður axlir, brjóst sem detta upp úr skálinum eða brjóstahaldar ummálið heldur sér ekki á sínum stað, gæti verið kominn tími á nýjan haldara eða aðra stærð – og við erum vissar um að það muni breyta miklu.
Margir viðskiptavinir okkar hafa fært sig úr stærð 38C í 36G, 46DD í 42K, eða 34D í 30G. Ef að brjóstahaldarinn passar vel þá fá brjóstin lyftinguna, verða aðskilin og það verður ekkert vesen!